Landvættirnar eftir Guðmund Stein Gunnarsson í Mengi laugardaginn 6. febrúar klukkan 20, sunnudaginn 7. febrúar klukkan 20 og miðvikudaginn 10. febrúar klukkan 20.
Miðaverð 2.500.- Bókið sæti á booking@mengi.net
Landvættirnar fjórar er setta af fjórum sjálfstæðum en samliggjandi verkum eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Tilurð verkanna hefur átt sér nokkuð langan aðdraganda.
Deilt hefur verið um hvað landvættirnar tákna og sú spurning er skoðuð í tónum og hljóði. Var það Snorri Sturluson sem bjó þá til? Eru þeir eldri og af erlendri fyrirmynd? Tákna þeir eitthvað annað? Eða eru þeir hreinlega til í raunveruleikanum og goðsögnin þar af leiðandi sönn?
Verkið er yfir klukkustund að lengd en skiptist í marga undirþætti. Flytjendur leika allir á fleiri en eitt hljóðfæri og stöku sinnum fleiri en eitt í einu. Tónverkið notast við hreyfinótur sem eru vídjó á tölvuskjá og ná þannig að framkalla ýmis konar hikstandi hrynjandi og jafnframt einhvers konar dáleiðslu.
Verkið notast við tónstillingar sem byggja á náttúruyfirtónum og smástígum tónbilum. Með þessu er framkallaður ákveðinn seiður sem líkist hefðbundnum íslenskum kvæðasöng á köflum.
Flytjendur verða Kammerhópurinn Steinalda sem í eru:
Þórunn Björnsdóttir, Steinunn Vala Pálsdóttir, Ásthildur Ákadóttir, Andrés Þorvarðarson, Óskar Magnússon og Páll Ivan frá Eiðum.
Verkefnið er styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytis, Átakssjóði Tónlistarsjóðs vegna Covid-19 og Starfslaunasjóði Listamanna 2019.
Hlekkir fyrir hvern viðburð fyrir sig hér að neðan.
∞ ∞ ∞
Landvættirnar by Guðmundur Steinn Gunnarsson in Mengi; Saturday, February 6 at 8 p.m., Sunday, February 7 at 8 p.m.
on Wednesday, February 10 at 8 p.m.
Ticket price 2,500.- Book a seat at booking@mengi.net
The four land wights are mysterious creatures – they appear everywhere in modern day Icelandic culture, on the parliament building, in soccer tournaments and on the Icelandic coins. A coat of arms for a country without an army. They are said to reside in each of the quarters of the country, protecting it. Nobody knows where they came from, why they’re here, and overall their origins and history is a subject to debate to say the least. Why are they still considered so valuable to this day then?
A set of four suites, one for each of the four land wights is going to be performed by a new experimental music ensemble called Steinalda. It’s composer Guðmundur Steinn Gunnarsson has been working on it for quite some time now. It’s a piece that explores nuances in everyday objects as well as traditional instruments. The musical language is very experimental, but this time around, if anything, melodic.
Links to each event:
Laugardaginn 6. febrúar kl: 20:00
https://mengi.net/events/2021/2/6/landvttirnar-gumundur-steinn-gunnarsson-amp-steinalda
Sunnudaginn 7. febrúar kl: 20:00
https://mengi.net/events/2021/2/7/landvttirnar-gumundur-steinn-gunnarsson-amp-steinalda
Miðvikudaginn 10. febrúar kl: 20:00
https://mengi.net/events/2021/2/10/landvttirnar-gumundur-steinn-gunnarsson-amp-steinalda