Úr fréttatilkynningu:
Laugardaginn 2. nóvember býður 15:15 tónleikasyrpan í Breiðholtskirkju upp á dagskrá með nýjum verkum tónskáldanna Guðmundar Steins Gunnarssonar og Lars Graugaard. Verkin eru samin fyrir Caput hópinn sem sér um hljóðfæraleik.
Á tónleikunum verður leikinn Stífluhringurinn: „þar sem Elliðaáin rennur. . .“ Kammersinfónía í tveim hlutum.
1. hluti – Arabakki
fyrir flautu, tenórblokkflautu, klarinett, horn, trompet, básúnu, slagverk, mandólín, banjó, sembal, fiðlu, lágfiðlu og selló
fyrri hluti er tileinkaður séra Toshiki Toma
2. hluti – Klettabær
fyrir altflautu, bassablokkflautu, klarinett, horn, flugelhorn, básúnu, slagverk, 12 strengja gítar, kassagítar, sembal, fiðlu, lágfiðlu og selló
seinni hluti er tileinkaður Ástvaldi Zenki Traustasyni
Verk Lars Graugaard er skrifað fyrir tvær hörpur og fimm klarinett tileinkað Guðna Franzsyni og verður flutt á milli þátta Kammersinfóníunnar.